Jarðvangar eru áhugaverð svæði vegna fræðslugildis, fjölbreytilegrar náttúru, sjaldgæfra jarðminja o.þ.h. Markmið jarðvanga er að bæta viðhorf og þekkingu á jarðminjum og sögu og menningu svæðisins með því að gera bæði staði og fræðsluefni aðgengilegt. Jarðvangur byggir alfarið á þátttöku heimamanna og hefur skýra stefnu um sjálfbæra þróun.
Þau þrjú sveitafélög sem mynda jarðvanginn líta á svæðið sem eina heild og leitast við að ferðamaðurinn nái að upplifa söguna, samtímann og hefðbundna menningu á meðan hann upplifir stórfenglegt landslag og getur fræðst um jarðfræði svæðisins, smakkað staðbundnar krásir og notið lista og handverks staðarins.