Skráði ykkur á póstlistann til að fá fréttabréfið í pósti
Flýtilyklar
Gistiheimili
Glacier View Guesthouse - Hrífunes
Velkominn í Hrífunes.
Hrífunes er staðsett á fallegum stað í Hrífunesi í Skaftártungu á milli Mýrdals og Vatnajökuls. Frá Kirkjubæjarklaustri eru 35 km að gistiheimilinu um þjóðveg 209.
Lesa meira
Eldhraun Guesthouse
Eldhraun Guesthouse er í 20 mínútna akstursfjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri, við ánna Eldvatn í Meðallandi.
Lesa meira
Giljaland í Skaftártungu
Giljaland er staðsett við veg 208 í Skaftártungu á mjög fallegum stað í skógi vöxnu landi. Við leigjum 3-4 mjög vel búin sumarhús fyrir 3 til 5 manns í húsi.
Lesa meira
Hrífunes Guesthouse
Hrífunes guesthouse er gistiþjónusta í Skaftártungu sem tekur 8-10 manns í uppábúin rúm. Húsið er staðsett á milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs.
Gistiþjónustan er opin yfir sumarið frá 1. júní - 31. ágúst en hægt er að leigja húsið í heild yfir vetrarmánuðina, án þjónustu.
Frá Hrífunesi er stutt í hálendi Íslands og í fjallabaksleiðir syðri og nyrðri.
Gestgjafar eru Hadda Björk Gísladóttir og Haukur Snorrason þau reka jafnframt ferðaþjónustufyrirtækið Iceland photo tours ehf., sjá www.phototours.is
Lesa meira
Hólaskjól
Hólaskjól er við Fjallabaksleið nyrðri, um 35 km frá þjóðvegi 1, þegar ekið er þjóðveg 208 upp Skaftártungu.
Í Hólaskjóli eru svefnpokapláss í skála og þrjú bjálkahús til útleigu.
Opið frá 1. júní til 15.september og á öðrum árstímum eftir samkomulagi.
Lesa meira
Seglbúðir
Veiðihúsið að Seglbúðum er staðsett í Landbroti við veg númer 204. Í húsinu eru 4 2ja manna herbergi með baði, gufa og heitur pottur. Veiði í Grenlæk. Opið allt árið.
Lesa meira
Hunkubakkar
Hunkubakkar er staðsett um 6 km. vestan við Kirkjubæjarklaustur við þjóðveginn og ekki langt frá fjallvegi númer 206, sem liggur upp í Lakagíga. Á Hunkubökkum er bóðið upp á gistingu í smáhýsum, veitingar og vínbar. Opið allt árið nema 20.desember- 5. janúar.
Lesa meira
Klausturhof
Klausturhof er gistiheimili við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri. Á Klausturhofi eru 38 herbergi bæði með og án eigin salernis. Uppábúin rúm eða svefnpokapláss. Veitingahús og eldunaraðstaða. Opið 1. febrúar - 30. nóvember.
Lesa meira
Nonna og Brynjuhús
Nonna og Brynjuhús er gistiheimili á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri við veg 211, 50 km vestan við Kirkjubæjarklaustur. Þar er boðið uppá svefnpokapláss og uppbúin rúm. Í húsinu er góð eldunaraðstaða. Einnig er boðið uppá gönguferðir um nágrennið með leiðsögn og bílferðir á fjöru eða þangað sem gesturinn óskar. Opið allt árið.
Lesa meira