Á bænum Gröf í Skaftártungu er hægt að sjá þjálfaða Border Collie fjárhunda að vinnu við sauðfé. Gröf er staðsett rétt innan við vegamót vega 208 og 210 á leiðinni inní Hólaskjól og Eldgjá.
Jón Geir Ólafsson, sauðfjárbóndi í Gröf, er með fjárhundasýningar alla daga kl. 10:00 frá 1. júní til 31. ágúst. Frá 1. september til 31. maí er hægt að panta sýningar síma 865 5427.
Nánari upplýsingar á www.sheepdog.is