Komið og upplifið braggastemmingu í Sveitabragganum okkar, þar sem m.a. er hægt að versla afurðir beint frá býlum héraðsins. Heimaprjónaðar og heklaðar vörur og flíkur af ýmsu tagi, þar sem íslenska ullin og handverkið fær notið sín á látlausan og kraftmikinn hátt. Handunnir nytjahlutir og skart hannaðir og unnir úr hinum ýmsu efnum frumkrafta náttúrunnar. Snyrtivörur og heilsufæði úr okkar íslensku jurtum. Ýmislegt matarkyns unnið úr matarkistu héraðsins, fiskur, kjöt, grænmeti, heimabakstur og sultur.
ÍSLENSKT, SJÁLFBÆRT og HEILNÆMT er bragga-blús Sveitabraggans - staðsettur í kjallara Skaftárstofu
tölvupóstfang: sveitabragginn@gmail.com
netfang: facebook.com/Sveitabragginn