Sjóbirtingur er ríkjandi tegund laxfiska í ám í Skaftárhreppi. Það sem öðru fremur einkennir svæðið eru mikil sandsvæði á neðri hluta vatnakerfanna. Sjóbirtingur virðist kunna vel við sig við þannig aðstæður. Sjóbirtingurinn er óvenju stórvaxinn og hreistursathuganir hafa sýnt að vöxtur í sjó er góður. Algeng stærð á veiddum fiski er 1-3 kg og allmargir sjóbirtingar hafa verið yfir 10 kg. Hreisturssýni af göngufiski á Skaftársvæðinu hafa sýnt að flestir eru sjóbirtingarnir 3-4 ára og 15-30 cm langir þegar þeir ganga til sjávar í fyrsta sinn. Algengast er að sjóbirtingurinn dvelji 3-4 sumur í sjó áður en hann veiðist. Sjóbirtingur er að jafnaði langlífari en lax og getur hrygnt nokkrum sinnum á lífsleiðinni
Hægt er að kaupa veiðileyfi á eftirfarandi stöðum:
Hótel Laki - Víkurflóð og Grenlækur
Seglbúðir - Grenlækur
Hálendismiðstöðin Hólaskjól - Ófæra og Langisjór