Eldvatn í Meðallandi er ein af stóru sjóbirtingsánum og hýsir marga stóra sjóbirtinga. Í Eldvatninu hefur verið unnið markvisst að uppbyggingu hins skaftfellska sjóbirtings með því að leyfa eingöngu fluguveiði og skylt er að sleppa sjóbirtingi aftur í ánna. Eldvatnið er sameinað úr 3 árkvíslum er spretta kristaltærar undan Eldhrauninu. Við bjóðum upp á veiðiferðir með leiðsögn auk þess sem hægt er að kaupa veiðileyfi ein og sér. Gisting er í boði í sumarhúsum okkar og í veiðihúsi við Eldvatnið.