Skráði ykkur á póstlistann til að fá fréttabréfið í pósti
Flýtilyklar
Jötuninn í Lómagnúpi segir þjóðsöguna um Kötlu matselju og Barða smala
Katla matselja og Barði smali
Þykkvabæjarklaustur í Álftaveri lét Klængur biskup byggja 1169, og setti þar fyrstan ábóta Þorlák hinn helga, og var þar síðan lengi munkaklaustur og helgistaður mikill. Það er sagt, að einhverntíma byggi á klaustrinu ábóti, sem hélt bústýru þá sem Katla hét. Hún var forn í skapi og ill viðureignar. Mælt er að Katla hafi átt brók, sem hafði þá náttúru, að hver sem í hana fór þreyttist aldrei á hlaupum, og brúkaði Katla brókina í viðlögum. Mörgum stóð ógn af skaplyndi Kötlu, og jafnvel ábóta sjálfum þótti nóg um tröllskap kerlingar.
Lesa meira