Skráði ykkur á póstlistann til að fá fréttabréfið í pósti
Flýtilyklar
Fossar
Stjórnarfoss
Stjórnarfoss er fallegur foss rétt við Kleifar þar sem var forn þingstaður við ána Stjórn. Stjórnarfoss er við Geirlandsveg F203, um 2 km frá Klaustri.
Lesa meira
Foss á Síðu
Foss á Síðu er um það bil 10 km austur af Kirkjubæjarklaustri. Foss á Síðu er stórbrotið bæjarstæði um 10 km fyrir austan Kirkjubæjarklaustur. Fallegur foss fellur ofan af klettunum ofan við bæinn, úr vatni sem nefnist Þórutjörn. Þetta stórkostlega sjónarspil fangar athygli allra sem leið eiga um. Greiðfær gönguleið er upp að Þórutjörn og þaðan er fallegt útsýni yfir Síðu. Skammt frá Fossi á Síðu eru einnig Dverghamrar. Dverghamrar eru sérkennilegar og fagurlega formaðar stuðlabergs klettaborgir úr blágrýti.
Lesa meira
Hólmsárfossar
Hólmsárfossar eru í Hólmsá en rennur áin í mörkum á milli Skaftártunguafréttar og Álftaversafréttar. Á móts við fossinn hafa álftveringar reist sér leitarmannahús sem er þó engin smásmíði en það er tveggja hæða hús með hesthús niðri og svefnpáss fyrir 20-30 manns uppi.
Lesa meira
Ófærufoss
Ófærufoss er einstaklega fallegur foss í ánni Nyrðri-Ófæru og fellur í tveimur fossum ofan í Eldgjá. Yfir neðri fossinum var steinbogi til ársins 1993 en hann hrundi þá í ána í vorleysingum en áin fellur um gjána. Af Fjallabaksleið nyrðri er hægt að aka nokkurn spöl inn í Eldgjá og ganga þaðan að Ófærufossi en vegurinn liggur upp á austurbarm Eldgjár. Til að komast þangað þarf að aka Nyrðri-Ófæru á vaði, sem getur verið varasamt. Óhætt er að mæla með göngu upp á Gjátind, þaðan sem útsýni er frábært yfir Eldgjá, til fjalla við Langasjó og Síðuafrétt með Lakagígum.
Lesa meira
Fagrifoss
Fagrifoss er í Geirlandsá, rétt hjá vegi F206 Lakavegi. Um það bil 24 km frá Kirkjubæjarklaustri
Lesa meira
Systrafoss
Árið 1186 var sett nunnuklaustur í Kirkjubæ á Síðu sem síðar var nefnt Kirkjubæjarklaustur og eru örnefnin Systrastapi og Systrafoss tengd þeim tíma. Systrastapi er klettastapi vestan við Klaustur. Þjóðsaga segir að uppi á stapanum sé legstaður tveggja klaustursystra í klaustrinu sem hafi verið brenndar á báli fyrir brot á siðareglum. Önnur hafði selt sig fjandanum, gengið með vígt brauð fyrir náðhúsdyr og lagst með karlmönnum. Hin hafði talað óguðlega um páfann. Eftir siðaskiptin var seinni nunnan talin saklaus og á leiði hennar óx fagur gróður en á leiði hinnar seku var gróðurlaust. Klifra má upp á stapann en þaðan er mikið útsýni með jöklasýn.
Lesa meira