Skráði ykkur á póstlistann til að fá fréttabréfið í pósti
Flýtilyklar
Kirkjur
Grafarkirkja
Bær í Skaftártungu og kirkjustaður frá 1896 er Ása- og Búlandssóknir voru sameinaðar í eina sókn, með kirkju í Gröf. Kirkjunni er þjónað frá Ásum. Hún var endurbyggð frá grunni árið 1931. Kirkjan tekur um 100 manns í stæti. Í heni eru m.a. tvær kirkjuklukkur, önnur frá 1731 en hin frá 1744. Umhverfis kirkjugarð er einstaklega vel hlaðinn garður sem vekur athygli þeirra sem heimskækja staðinn. Garðinn hlóðu Sæmundur og Sumarliði Björnssynir og Sigfús Sigurjónsson og var verkinu lokið 1982.
Lesa meira
Prestbakkakirkja
Byggingarár 1859. Hönnuður Hans Heinrich Schütte arkitekt og byggingarmeistari. Kirkjan var friðuð 1990.
Prestbakkakirkja er timburkirkja klædd bárujárni og tekur um 220 manns í sæti. Kirkjan var konungseign og greiddi Friðrik VII fyrir smíði hennar. Yfir kirkjudyrunum er fangamark Friðriks VII. Í kirkjunni er skírnarsár gerður af Ríkharði Jónssyni myndhöggvara og á honum myndir sem vísa til eldmessudagsins 1783. Altaristaflan í kirkjunni er eftir Anker Lund. Kirkjan var listilega skreytt og máluð árið 1910 af Einari Jónssyni listmálara og sú vinna lagfærð af Grétu og Jóni Björnssyni á aldarafmæli kirkjunni.
Lesa meira
Kapellan á Kirkjubæjarklaustri
Kapellan á Kirkjubæjarklaustri var vígð árið 1974 en hún var byggð í minningu séra Jóns Steingrímssonar eldklerks (1728-1791). Hann söng hina frægu Eldmessu þann 20. júlí árið 1783 í kirkjunni á Klaustri. Telja margir að Eldmessan hafi stöðvað hraunstrauminn sem þá ógnaði byggðinni. Staðurinn þar sem hraunstraumurinn stoppaði heitir nú Eldmessutangi og er vestan Systrastapa en kapellan stendur skammt austan við hinn gamla kirkjustað. Kirkja stóð á Kirkjubæjarklaustri til ársins 1859 þegar ákveðið var að flytja kirkjuna, vegna uppblásturs, að prestssetrinu að Prestsbakka. Gamli kirkjugarðurinn á Kirkjubæjarklaustri var girtur af með steyptum garði. Í garðinum eru nokkrir legsteinar, m.a. einn á gröf séra Jóns Steingrímssonar og Þórunnar konu hans. Einnig má þar sjá tóft gömlu kirkjunnar þar sem Eldmessan var sungin.
Lesa meira
Langholtskirkja
Langholtskirkja var í Ásaprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Þetta prestakall var lagt niður og sóknin sett undir Kirkjubæjarklaustursprestakall. Byggingu hennar lauk 1862. Hún er úr timbri. Kirkja Meðallendinga var flutt eftir að sóknarkirkjan í Hólmaseli hvarf undir hraun í Skaftáreldum 20. júní 1873. Allir munir og gripir þeirrar kirkju glötuðust. Áður en kirkjan var flutt að Hólmaseli var hún í Skarði til 1750, en þaðan var hún flutt vegna sandfoks.
Lesa meira
Kirkjan á Kálfafelli
Kálfafellskirkja er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1897-1898 og vígð 13. nóvember. Kirkjan er byggð úr járnklæddu timbri og rúmar 120 manns í sæti. Hún var endurbyggð á árunum 1959-1960, turn smíðaður og hún lengd. Jón og Gréta Björnsson máluðu kirkjuna, sem var endurvígð 21. júlí 1960.
Kirkjan á Kálfafelli stóð ofar í túninu til 1898. Þar ger gamall kirkjugarður. Altaristaflan í kirkjunni er frá 1683. Gömul skírnarskál, sem var seld úr kirkjunni 1895 fyrir 30 krónur, er í Þjóðminjasafni. Þar er líka mjög fágætur prósessíukross úr katólskum sið úr kirkjunni. Prestssetur var í Kálfafelli til 1880, þegar sóknin var lögð til Kirkjubæjarklausturs. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar heilögum Nikulási.
Lesa meira
Þykkvabæjarklaustur
Þykkvibær í Veri. Á Þykkvabæjarklaustri er í dag kirkja sem er í eigu þjóðarinnar og var hún reist 1864. Þetta er lítið fallegt kirkjuhús byggt á helgum stað og er sagt að hér fái fólk bót meina sinna með því að koma hér í bæn með áheit.
Lesa meira
Núpsstaður
Núpsstaður er austasti bærinn í Skaftárhreppi og stendur vestan við Lómagnúp. Á Núpsstað standa einkar merkileg gömul bæjarhús sem talin eru dæmigerð fyrir bæi á Íslandi á síðustu öldum. Þeirra merkast er bænhúsið sem er ein af örfáum torfkirkjum sem enn eru til á landinu. Talið er að bænhúsið sé að stofninum til úr kirkju sem var byggð um 1650 en kirkja var aflögð á Núpsstað 1765. Árið 1930 var bænhúsið friðlýst fyrst húsa á landinu og 1961 var það endurvígt.
Lesa meira