Eldgjá

Eldgjá Eldgjá er u.þ.b. 70 km löng gossprunga, breidd hennar er víða um 600 m og dýptin allt að 200 m. Síðast gaus á henni skömmu eftir landnám, í kringum

Eldgjá

Eldgjá
Eldgjá

Eldgjá er talin tilheyra sama eldstöðvarkerfi og Katla. Eldgjá er einstakt náttúrufyrirbæri og er á náttúruminjaskrá.

Komið hafa fram kenningar um að afleiðinga gossins hafi ekki síður gætt um víða veröld en gossins í Lakagígum. Samkvæmt nýlegum rannsóknum urðu á tíma gossins uppskerubrestir, pestir og hörmungar bæði í Evrópu og Miðausturlöndum. Jafnvel eru leiddar að því líkur að þetta gos hafi valdið meira tjóni en Lakagígagosið.

Fjallabaksleið nyrðri liggur um Eldgjá á milli Kirkjubæjarklausturs og Landmannalauga. Frá áningarstað sem þar er má ganga að Ófærufossi í Nyrðri-Ófæru. Einnig liggur vegslóði upp á austurbarm Eldgjár. Til að komast þangað þarf að aka Nyrðri-Ófæru á vaði sem getur verið varasamt. Óhætt er að mæla með göngu upp á Gjátind, þaðan sem útsýni er frábært yfir Eldgjá, til fjalla við Langasjó, Fjallabak og Síðuafrétt með Lakagígum.


Friður og frumkraftar | kt.411009-2620 |  Klausturvegi 2  |  880 Kirkjubæjarklaustur  |  Sími +354 4874620  | visitklaustur@visitklaustur.is

Vatnajökulsþjóðgarður        Katla Geopark        Kirkjubæjarstofa     Upplifðu Suðurland      Inspired by Iceland     Ferðamálastofa   

Video

Hér eru myndbönd frá Suðurlandi


View our videos

Veður

Kirkjubæjarklaustur

Fim. kl. 00:00
m/s
°C

Meira á vedur.is

Póstlisti

Skráði ykkur á póstlistann til að fá fréttabréfið í pósti

Myndir

Miðlar

Þú getur fylgt okkur á Facebook

Facebook