Hraunrennslið frá Lakagígum 1783 stöðvaðist þar sem nú heitir Eldmessutangi. Sagt er að sr. Jón Steingrímsson hafi stöðvað hraunrennslið með bænaþunga sínum með Eldmessunni. Að þessum stað gekk söfnuðurinn með sr. Jóni til að kanna aðstæður eftir Eldmessuna. Rennsli hraunsins hafði þá stöðvast og tanginn því talinn staðfesting á áhrifamætti Eldprestsins.