Kirkjugólf

Kirkjugólf Skammt austan Kirkjubæjarlausturs er sérkennilegur jökul- og brimsorfinn stuðlabergsflötur, samsettur af endum lóðréttra blágrýtisstuðla.

Kirkjugólf

Kirkjugólf
Kirkjugólf

Kirkjugólfið er í túninu rétt austan Kirkjubæjarklausturs. Þetta er u.þ.b. 80 m² jökul- og brimsorfinn stuðlabergsflötur, þar sem sést ofan á lóðréttar blágrýtissúlur. Þarna hefur aldrei staðið kirkja en það er engu öðru líkara en flöturinn hafi verið lagður af manna höndum.

Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni, þegar basaltbráð kólnar smám saman eftir fullstorknun þannig að bergið dregst saman og klofnar í stuðla sem oftast eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornrétt á kólnunarflötinn. Kirkjugólf er friðlýst náttúruvætti.

Skammt frá Kirkjugólfi er Hildishaugur, en það er haugur Hildis Eysteinssonar. Í Landnámu segir að Ketill fíflski hafi búið á Kirkjubæ en Ketill var kristinn. Áður höfðu Papar setið að Kirkjubæ og voru þau álög á staðnum að ekki máttu þar heiðnir menn búa. Hildir Eysteinsson hinn heiðni lagði ekki trú á þessi álög og vildi færa bú sitt að Kirkjubæ en þegar hann kom að túngarðinum féll hann dauður niður.


Friður og frumkraftar | kt.411009-2620 |  Klausturvegi 2  |  880 Kirkjubæjarklaustur  |  Sími +354 4874620  | visitklaustur@visitklaustur.is

Vatnajökulsþjóðgarður        Katla Geopark        Kirkjubæjarstofa     Upplifðu Suðurland      Inspired by Iceland     Ferðamálastofa   

Video

Hér eru myndbönd frá Suðurlandi


View our videos

Veður

Kirkjubæjarklaustur

Fim. kl. 00:00
m/s
°C

Meira á vedur.is

Póstlisti

Skráði ykkur á póstlistann til að fá fréttabréfið í pósti

Myndir

Miðlar

Þú getur fylgt okkur á Facebook

Facebook