Skaftá

Skaftá Skaftá er jökulá og eru upptök hennar í Skaftárjökli. Frá jökli liðast Skaftáin niður hálendið sunnan megin við Langasjó og niður á milli hinna

Skaftá

Skaftá
Skaftá

Skaftá er jökulá og eru upptök hennar í Skaftárjökli.  Frá jökli liðast Skaftáin niður hálendið sunnan megin við Langasjó og niður á milli hinna fornu eldstöðva Lakagíga og Eldgjár.  Eftir Skaftárdalnum hlykkjast áin niður á láglendið og rennur sunnan við þorpið Kirkjubæjarklaustur á leið sinni til sjávar.

Frá miðri síðustu öld hafa komið mörg jökulhlaup í Skaftána.  Jökulhlaupin eiga uppruna sinn í tveimur kötlum undir jökli - Skaftárkatlar í Skaftárjökli, þegar brennsluvatn frá jarðhitasvæði í Skaftárjökli fer að renna í katlana.  Hlaupunum fylgir megn brennisteinsþefur og bera þau fram aurleðju sem sest á bakka árinnar og getur valdið sandfoki og gróðureyðingu í umhverfi árinnar.

Á hálendinu koma þverár í Skaftá, meðal þeirra eru Nyrðri og Syðri Ófæra, Grjótá og Hellisá.  Vatnasvið Skaftár við Skaftárdal er um 1400 m2  og meðalrennsli um 122 m3/sek. Framan við Skaftárdal greinist Skaftáin í margar kvíslar, Skaftárdalsvatn, en greinist síðar í þrjár kvíslar, vestast rennur Ása Eldvatnið sem rennur í Tungufljót þau verða að Flögulóni eftir það heitir þetta mikla vatn Kúðafljót. Árkvíslarnar  renna um Eldhraunið og eiga sterkastan þátt í vatnasviði Landbrots og Meðallands.

Þá Skaftáin, hún rennur áfram austur með Síðu og fellur fram neðan við Kirkjubæjarklaustur með fram Landbroti  þar rennur áin á frekar hallalitlu svæði breiðir úr sér og rennur nánast á sandbotni  alla leið niður til ósa. Á leið hennar til ósa bætast í hana bergvatnsár og lækir. T.d. Breiðbalakvísl,Fossálar, Hæðargarðslækur og Tungulækur margir fleiri lækir renna í ána og sumir þeirra tengjsat smá vötnum. Skaftáin og vatnasvæði hennar neðan Kirkjubæjarklausturs er vel þekkt og vinsælt Veiðisvæði. Eins er með vatnasvæði Skaftár í Meðalandi þar eru mikil veiðisvæði í t.d. í Eldvatni og Steinsmýrarflóðum.


Friður og frumkraftar | kt.411009-2620 |  Klausturvegi 2  |  880 Kirkjubæjarklaustur  |  Sími +354 4874620  | visitklaustur@visitklaustur.is

Vatnajökulsþjóðgarður        Katla Geopark        Kirkjubæjarstofa     Upplifðu Suðurland      Inspired by Iceland     Ferðamálastofa   

Video

Hér eru myndbönd frá Suðurlandi


View our videos

Veður

Kirkjubæjarklaustur

Fim. kl. 00:00
m/s
°C

Meira á vedur.is

Póstlisti

Skráði ykkur á póstlistann til að fá fréttabréfið í pósti

Myndir

Miðlar

Þú getur fylgt okkur á Facebook

Facebook