Skaftafell

Skaftafell Skaftafell er ein af helstu náttúruperlum Íslands. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli var formlega stofnaður þann 15. september árið 1967 og var hann

Skaftafell

Skaftafell
Skaftafell

Skaftafell er einstök gróðurvin sem er umlukin söndum og vötnum. Öræfajökull (hluti Vatnajökuls) skapar mjög gott skjól í Skaftafelli og er veðursæld því mjög mikil. Hæsti tindur Íslands er Hvannadalshnjúkur (2110 m.y.s.) og er hann í Öræfajökli. Umhverfið hefur mótast af eldgosum, jöklum og vötnum og í landinu hafa skapast fjölbreyttar og einstakar jarðmyndanir. Á svæðinu má finna um 250 tegundir háplantna og þar verpa um 30 mismunandi tegundir fugla. Það er því óhætt að segja að í Skaftafelli þrífist gróskumikill gróður milli sands og jökla auk þess sem þar er að finna einstaka náttúrufegurð. Svæðið er rómað fyrir veðurblíðu og fagurt útsýni sem njóta má á fjölbreyttum gönguleiðum sem hægt er að fara innan svæðisins, en gönguleiðirnar eru við allra hæfi. Unnið er að því að bæta aðgengi að skriðjöklum í jaðri þjóðgarðsins með stikuðum gönguleiðum og merktum vegslóðum.


Samkvæmt náttúruverndarlögum eru þjóðgarðar friðlýst svæði í ríkis- eða einkaeign. Þetta eru svæði sem eru sérstæð um landslag, gróðurfar eða dýralíf, eða þá að á þeim hvílir söguleg helgi sem gefur ástæðu til að varðveita þau. Markmið laga um náttúruvernd er að varðveita sérstök landsvæði svo að komandi kynslóðir hafi tækifæri til að njóta þeirra á sama hátt og við gerum. Mikilvægt er að friða land til samanburðar við land sem nýtt er með öðrum hætti. Til að tryggja að tilgangi friðlýsingar verði náð gilda ákveðnar reglur um umgengni á friðlýstum svæðum. Almenningur hefur aðgang að þjóðgörðum eftir tilteknum reglum. Áður en haldið er af stað er því nauðsynlegt að kynna sér reglur um hvernig haga skuli umgengni, þá sérstaklega ef aka á um svæðið.


Vatnajökulsþjóðgarður nýtur einstakra vinsælda meðal innlendra sem erlendra ferðamanna, sérstaklega yfir sumartímann. Upplýsingar má fá hjá þjóðgarðsverði sem sér um rekstur þjóðgarðsins, landvörðum og öðru starfsfólki hans. Hlutverk starfsmanna er að taka á móti gestum og veita upplýsingar og fræðslu um þjóðgarðinn og fylgja eftir umgengnisreglum. Í nágrenni Skaftafells er einnig að finna marga merkilega staði og náttúruvætti sem hægt er að skoða. Gestir eru hvattir til að leita upplýsinga og fræðslu hjá starfsfólki þjóðgarðsins.


Friður og frumkraftar | kt.411009-2620 |  Klausturvegi 2  |  880 Kirkjubæjarklaustur  |  Sími +354 4874620  | visitklaustur@visitklaustur.is

Vatnajökulsþjóðgarður        Katla Geopark        Kirkjubæjarstofa     Upplifðu Suðurland      Inspired by Iceland     Ferðamálastofa   

Video

Hér eru myndbönd frá Suðurlandi


View our videos

Veður

Kirkjubæjarklaustur

Fim. kl. 00:00
m/s
°C

Meira á vedur.is

Póstlisti

Skráði ykkur á póstlistann til að fá fréttabréfið í pósti

Myndir

Miðlar

Þú getur fylgt okkur á Facebook

Facebook