Systravatn er stöðuvatn uppi á fjallsbrúninni fyrir ofan Klaustur. Þangað gengu nunnurnar oft til að baða sig. Eitt sinn voru tvær þeirra að baða sig og sáu þær þá hönd koma upp úr vatninu með fagran gullhring. Þær gripu til handarinnar en hurfu með henni niður í vatnið.