Núpsstaðarskógar

Núpsstaðarskógar Núpsstaðarskógar eru í landi Núpsstaðar en Núpsstaður er austasti bærinn í Skaftárhreppi og stendur við Lómagnúp. Á Núpsstað standa

Núpsstaðarskógar

Núpsstaðarskógar eru sérlega fagurt kjarrlendi sem vex í hlíðum Eystrafjalls, vestan Skeiðarárjökuls og sunnan Grænalóns. Þarna vex fjölbreyttur gróður og gaman er að ganga um svæðið. Að skógunum liggur ógreiðfær slóði inn með Lómagnúpi austanverðum og yfir Núpsvötn. Þarna er margt að sjá og landslag á svæðinu er víða mikilúðlegt og verður minnisstætt þeim sem á annað borð leggja á sig ferð þangað. Til fróðleiks má geta þess að í Núpsstaðarskógum gekk úti villifé á 19. öld.


Vestast á Skeiðarársandi má síðan sjá Núpsvötn sem verða til úr bergvatnsánni Núpsá annars vegar og jökulánni Súlu hins vegar. Súla kemur undan jaðri Skeiðarársjökuls við hornið á Eystrafjalli. Árnar falla í einn farveg nokkru fyrir ofan brúna yfir Núpsvötn. Þegar þjóðvegurinn var lagður yfir sandana árið 1974 voru báðar árnar heftar með varnargörðum. Fyrri hluta 20. aldar voru Súluhlaup úr Grænalóni mjög stór eða um 5-10 þúsund m³/sek en þegar Grænalón tæmdist lækkaði vatnsborðið um 150-200 m. Núorðið lækkar vatnsborðið aðeins um 20 m og vatnsmagnið nær hámarki í u.þ.b. 2000 m³/sek.


Að Núpsstaðarskógum liggur ógreiðfær slóði inn með Lómagnúpi austanverðum og yfir Núpsvötn.
Möguleiki er á að tjalda og dvelja á svæðinu en inn að Grænalóni eru um 12 - 15 km.
Núpsstaður, Núpsstaðarskógar, Grænalón og allt land Núpsstaðar er á náttúruminjaskrá.


Friður og frumkraftar | kt.411009-2620 |  Klausturvegi 2  |  880 Kirkjubæjarklaustur  |  Sími +354 4874620  | visitklaustur@visitklaustur.is

Vatnajökulsþjóðgarður        Katla Geopark        Kirkjubæjarstofa     Upplifðu Suðurland      Inspired by Iceland     Ferðamálastofa   

Video

Hér eru myndbönd frá Suðurlandi


View our videos

Veður

Kirkjubæjarklaustur

Fim. kl. 00:00
m/s
°C

Meira á vedur.is

Póstlisti

Skráði ykkur á póstlistann til að fá fréttabréfið í pósti

Myndir

Miðlar

Þú getur fylgt okkur á Facebook

Facebook