Upplýsingamiðstöð ferðamanna er staðsett í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Upplýsingamiðstöðin er rekin af Vatnajökulsþjóðgarði í samstarfi við Skaftárhrepp, Kirkjubæjarstofu, Frið og frumkrafta og Skaftárelda ehf.
Vetrar afgreiðslutími Skaftárstofu 9:00 til 14:00 virka daga
Skaftárstofa Klausturvegi 10 880 Kirkjubæjarklaustur Sími: 487 4620 klaustur@vjp.is Kort
Í Skaftárstofu er stór sýningar- og fundarsalur og góð aðstaða til sýningarhalds.
Sýningar: Fræðslusýning frá Vatnajökulsþjóðgarði og Kötlu Jarðvangi. Margmiðlunarsýningin Sagan í sandinum - klaustrið á Kirkjubæ Náttúrusafn frá Skaftá, Grímsvatnagosinu 2011 og Eyjafjallajökulsgosinu 2010.
Stuttmyndir: Eldmessa - Stutt heimildarmynd um Skaftárelda 1783 - 1784 og afleiðingar þess. Eldgosið í Grímsvötnum 2011. Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
Verslun. Bækur, kort og minjagripir eru til sölu í þjónustumiðstöðinni.
Bókunarþjónusta. Starfsmenn Skaftárstofu aðstoða þig við að bóka gistingu og aðra þjónustu þér að kostnaðarlausu.
Frítt internet og hægt er að kaupa kaffi og te og setjast í setustofuna.
|