Veitingar

Visit klaustur, miðjan á Suðurlandi.

Veitingar

Hrífunes Guesthouse

Hrífunes Guesthouse

Hrífunes guesthouse er gistiþjónusta í Skaftártungu sem tekur 8-10 manns í uppábúin rúm. Húsið er staðsett á milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs. Gistiþjónustan er opin yfir sumarið frá 1. júní - 31. ágúst en hægt er að leigja húsið í heild yfir vetrarmánuðina, án þjónustu. Frá Hrífunesi er stutt í hálendi Íslands og í fjallabaksleiðir syðri og nyrðri. Gestgjafar eru Hadda Björk Gísladóttir og Haukur Snorrason þau reka jafnframt ferðaþjónustufyrirtækið Iceland photo tours ehf., sjá www.phototours.is
Lesa meira
Kaffi Munkar

Kaffi Munkar

Kaffihús í Gistihúsinu Klausturhof á Kirkjubæjarklaustri. Kaffi Munkar tekur 55 manns í sæti. Framreiddir eru léttir réttir úr heimahéraði auk hefðbundinna matarrétta svæðisins, auk þess sem boðið er upp á vín og bjór.
Lesa meira
Skaftárskáli

Skaftárskáli

Skaftárskáli er bensínstöð og söluskáli á Kirkjubæjarklaustri, við þjóðveg númer 1. Þar er einnig grillveitingastaður. Opið frá kl. 9-20
Lesa meira
Systrakaffi

Systrakaffi

Systrakaffi er veitingastaður með vínveitingaleyfi sem býður upp á fjölbreyttan matseðil. Má þar nefna súpur, salöt, smárétti, alvöru hamborgara, gómsætar pizzur sem einnig er hægt að panta og taka með heim, íslenskt lambakjöt, hina víðfrægu Klausturbleikju og girnilegar heimabakaðar tertur. Allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira
Hunkubakkar

Hunkubakkar

Hunkubakkar er staðsett um 6 km. vestan við Kirkjubæjarklaustur við þjóðveginn og ekki langt frá fjallvegi númer 206, sem liggur upp í Lakagíga. Á Hunkubökkum er bóðið upp á gistingu í smáhýsum, veitingar og vínbar. Opið allt árið nema 20.desember- 5. janúar.
Lesa meira
Icelandair Hótel Klaustur

Icelandair Hótel Klaustur

Icelandair hótel Klaustur er notalegt og nútímalegt sveitahótel mitt í náttúrufegurð Suðurlands á Kirkjubæjarklaustri en útsýnið upp á jökul og fjöll veitir verðmæta upplifun. Gestir njóta fyrsta flokks veitinga úr ferskmeti úr héraði og hótelið leggur sig fram við að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu.
Lesa meira
Hótel Laki

Hótel Laki

Hótel Laki er staðsett 5 km. sunnan við Kirkjubæjarklaustur, við þjóðveg númer 204. Hótelið er með 64 herbergi og veitingahús. Opið allt árið.
Lesa meira

Friður og frumkraftar | kt.411009-2620 |  Klausturvegi 2  |  880 Kirkjubæjarklaustur  |  Sími +354 4874620  | visitklaustur@visitklaustur.is

Vatnajökulsþjóðgarður        Katla Geopark        Kirkjubæjarstofa     Upplifðu Suðurland      Inspired by Iceland     Ferðamálastofa   

Video

Hér eru myndbönd frá Suðurlandi


View our videos

Veður

Kirkjubæjarklaustur

Fim. kl. 00:00
m/s
°C

Meira á vedur.is

Póstlisti

Skráði ykkur á póstlistann til að fá fréttabréfið í pósti

Myndir

Miðlar

Þú getur fylgt okkur á Facebook

Facebook